Velkomin/n á www.partasalinn.is.
Partasalinn og allur höfundaréttur hans er í eigu og rekinn af Fast Parts ehf, kt. 4706172410 (hér eftir kallaður þjónustuaðili).
Þjónustuaðili áskilur sér rétt til að breyta eða bæta við skilmálum hvenær sem er. Í slíkum tilvikum verður notendum tilkynnt um allar slíkar breytingar. Eftir gildistöku nýrra skilmála falla viðskipti viðskiptavina undir þá eins og skilmálana sem áður voru.
Þjónustuaðilinn á þá varahluti sem skráðir eru á vefsíðunni þegar þeir eru keyptir. Þjónustuaðili ber ábyrgð og hefur umsjón með www.partasalinn.is og öllum tæknilegum atriðum vefsins.
Almennir skilmálar
Allir notendur Partasalans þurfa að samþykkja og virða skilmálana.
Allir notendur sem ætla að kaupa á Partasalanum skulu virða og fylgja löglegum viðskiptalögum sem eru birt hér, sem tengjast þjónustu Partasalans.
Öllum notendum (einstaklingum og fyrirtækjum) sem vilja kaupa hluti á vef Partasalans er heimilt að gera það svo framarlega sem þeir séu lögráða og séu löghlýðnir borgarar.
Þessir skilmálar ákvarða almenna skilmála um kaup- og sölusamninga sem www.partasalinn.is gerir og er hann órjúfanlegur hluti af þessum samningum.
Allir notendur www.partasalinn.is eru skuldbundir því að fara eftir þessum skilmálum. Þeir sem eru ekki sammála eða geta ekki farið eftir skilmálunum ættu ekki að nota þjónustu Partasalans.
Þjónustuaðili hefur rétt til þess að stöðva eða loka fyrir skráningu notenda sem hann hefur grun um að veiti rangar eða ónákvæmar upplýsingar í þjónustu Partasalans.
Notendur bera ábyrgð á öryggi persónuuplýsinga sem þeir gefa upp í öllum sínum aðgerðum.
Réttindi og skyldur kaupanda
Sérhver notandi (hér eftir nefndum kaupandi) hefur rétt á að nota þennan vettvang í þeim tilgangi sem hann er ætlaður, semsagt til að leita eftir og/eða kaupa varahluti í bíla.
Kaupanda er heimilt að nota þær greiðsluleiðir sem boðið er upp á.
Kaupandi hefur rétt á að skila varahlut svo lengi sem hann fellur undir eftirfarandi skilyrði:
Varahluturinn er óskemmdur
Varahlutnum er skilað í upprunalegum pakkningum.
Ekki er hægt að skipta varahlut út fyrir annan eða sambærilegan varahlut.
Varahlut sé skilað innan þess tíma sem getið er til um í skilareglum.
Kaupandi hefur rétt á að bæta við, breyta eða fjarlægja upplýsingar sínar úr kerfi Partasalans hvenær sem, með skriflegu samþykki.
Kaupandi ber ábyrgð á að veita réttar persónu- eða fyrirtækjaupplýsingar tengt greiðslum og fyrir reikninga.
Það er alfarið á ábyrgð kaupanda að nota þá greiðslumáta sem eru heimildir og löglegir hjá Partasalanum.
Kaupandi ber ábyrgð á vöruskilum. Varahlutum þarf að skila í eigin persónu, með aðstoð sendingaraðila eða með pósti.
Kaupandi ber ábyrgð á öllum póst- og sendingarkostnaði með varahluti sem á að skila.
Ekki er heimilt að flytja notendaupplýsingar eða innskráningargögn til þriðja aðila. Mikilvægt er að tryggja öryggi þessara gagna.
Ekki er heimilt að grípa til neinna aðgerða sem geta stofnað öryggi www.partasalinn.is og gagnagrunns hans í hættu.
Mikilvægt er að kaupendur lesi vel allar upplýsingar um varahluti sem verið er að selja, allan mögulegan aukakostnað og lokaverð hans.
Kaupandi greiðir þjónustuaðila fyrir allar keyptar vörur.
Ekki er heimilt að brjóta lagaákvæði, deila upplýsingum með þriðja aðila eða hunsa skilmála Partasalans;
Kaupendur þurfa að greiða fyrir varahluti áður en þeir fá þá afhenta, nema góð ástæða sé til annars.
Kaupendur bera ábyrgð á að sækja varahluti tímalega sem búið er að taka frá eða greiða fyrir.
Kaupendur skulu lesa vandlega allar upplýsingar sem gefnar eru upp um varahlut, aukagjöld og lokaverð áður en greitt er fyrir þá. Ef eitthvað er óljóst eða ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Partasalann (info@partasalinn.is).
Réttindi og skyldur þjónustuaðila
Þjónustuaðili ber ábyrgð á að geyma og vernda notendaupplýsingar á öryggan hátt.
Þjónustuaðili ber ábyrgð ef einhver vandamál koma upp á vef Partasalans.
Þjónustuaðila er skylt að veita viðskiptavinum þjónustu tengt öllu því sem viðkemur varahlutnum.
Þjónustuaðili ber ekki ábyrgð ef sending fer á rangan afhendingarstað með pósti, gæðum varahlutarins eða hentugleika hans fyrir kaupendur.
Upplýsa skal kaupendur með tölvupósti eða á notendareikningi Partasalans ef ný gjöld eða nýjar innheimtu- eða afhendingaraðferðir koma upp. Ef kaupandi heldur áfram að nota vef Partasalans eftir að breytingar hafa verið gerðar og hann upplýstur, hefur hann sjálfkrafa samþykkt breytingarnar.
Upplýsa skal notendur a.m.k. 30 dögum áður en breytingar eru gerðar á innheimtu- og/eða afhendingaraðferðum.
Þjónustuaðili þarf ekki að samþykkja skiluðum varahlut ef kaupandi hefur ekki fylgt skilmálum vörunnar sem settir eru fram í skilmálum.
Þjónustuaðili ber ekki ábyrgð á:
Árangri, söluferli, hagnaði eða tapi sem kann að tengjast notkun www.partasalinn.is eða því að notandinn er ekki skráður á www.partasalinn.is.
Tjóni sem kann að verða hjá notanda eða þriðja aðila, innihaldi auglýsingar um varahlut eða birtingu varahlutar á vef Partasalans.
Staðfestingu á auðkenni kaupanda, réttum upplýsingum í innskráningarnafni, lykilorði og öðrum persónulegum gögnum. Þjónustuaðili ber ekki ábyrgð á því ef rangar upplýsingar eru notaðar af þriðja aðila.
Fyrir óviðeigandi hegðun notanda á www.partasalinn.is.
Fyrir efnislegu eða óefnislegu tjóni sem notendur eða aðrir geta orðið fyrir og gæti beint eða óbeint birst í notendareikningum, athugasemdum eða annarsstaðar á vef Partasalans.
Broti á höfundarrétti (t.d. með því að hlaða upp ljósmyndum af vörum), einkaleyfum, vörumerkjum eða hvers kyns lagalegum brotum sem framkvæmd eru af eða í gegnum notendur á nokkurn hátt.
Bilun á vef Partasalans eða gagnagrunni hans, týndum gögnum eða vegna taps sem notendur eða þriðji aðili verða fyrir vegna tæknilegra aðstæðna, erfiðleika eða annarra atvika sem valda því að ekki sé hægt að nota www.partasalinn.is t.d. vegna nettruflunar, vélbúnaðar, fjarskiptabúnaðar eða annarra ástæðna.
Greiðslur og innheimta
Hægt er að greiða með eftirfarandi greiðslumátum:
Kreditkorti
Debetkorti
Fyrir kortagreiðslur notar þjónustuaðili greiðslugátt þriðja aðila.
Vörur eru aðeins afgreiddar þegar greiðsla hefur verið samþykkt.
Afhending og skil
Eftirfarandi afhendingaraðferðir eru í boði:
Hefðbundin afhending. Vörur er afhentar a.m.k. tvisvar á dag innan eftirfarandi póstnúmera: 101, 102, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113, 200, 201, 2, 202, 1 , 225, 270.
Pósturinn sendir á önnur póstnúmer. Athugið: Kaupendur bera ábyrgð á greiðslu afhendingar við móttöku vöru.
Fast sendingargjald er á öllum vörum og er verðið 3000 krónur fyrir hefðbundnar póstsendingar.
Sendingargjöld eru greidd af kaupanda.
Partasalinn og Pósturinn annast sendingar.
Allar afhendingar eru á ábyrgð kaupanda.
Hægt er að skila varahlutum innan 14 daga eftir að þeir eru keyptir. Eftir það er ekki hægt að skila þeim.
Skil eru í boði, en hlutirnir verða að uppfylla skilyrði sem tilgreind eru í hlutanum „Réttindi og skyldur kaupanda“.
Skilaferli
Til þess að fá endurgreiðslu þarf kaupandi að búa til skilakröfu á reikning sínum á vef Partasalans.
Kaupandi verður að gefa upp viðeigandi ástæðu fyrir skilum og bæta við athugasemdum (ef við á).
Raunhæfar ástæður fyrir vöruskilum eru: Varahlutur passar ekki, varahlutur er skemmdur, varahlutur er rangur eða ekki er þörf á varahlut.
Ábyrgð Partasalsins eftir skil:
Eftir móttöku varahlutar ber Partasalanum og samstarfsfyrirtæki að skoða þá og bregðast við ósk um endurgreiðslu.
Partasalinn og þeir sem eiga í hlut (samstarfsfyrirtækið) geta áskilið sér rétt til að taka ekki við rafmagnsvörum án raunhæfar skýringar.
Rafmagnshlutir sem kunna að vera óhæfir til skila eru merktir með „Óendurgreiðanlegir“ í vörulýsingum.
Notkun á vafrakökum
Vafrakökur eru lítil textaskjöl eða upplýsingapakkar sem hafa einstakt auðkennisnúmer sem er send frá vefsíðunni yfir á harða diskinn svo að umsjónarmaður vefsíðunnar geti greint á milli tölvu gesta og virkni þeirra á vefnum, sem hjálpar þjónustuveitunni að bæta þjónustu sína. Vafrakökur einfalda notendum að nota vefsíður sem þeir hafa áður heimsótt og einfalda þannig aðgang að upplýsingum. Vafrakökur geta ekki safnað neinum upplýsingum úr tölvum notenda eða skrám þeirra.
Vafrakökur www.partasalinn.is eru notaðar með gagnsæi og ábyrgð. Notendur geta skoðað hvaða vafrakökur eru notaðar í vafra þeirra og afturkallað samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum á vef Partasalans.
Vernd hugverka
Allur réttur á www.partasalinn.is og verk og sköpun sem þar er að finna eru vernduð af lögum og reglugerðum. Öll afritun texta, ljósmynda, lógóa, vefborða og annarrar hönnunar sem tengist auglýsingum og er notað í gróðaskyni, er stranglega bannað. Það sama á við um aðra notkun á hugverki Partasalans sem brýtur gegn lögmætum hagsmunum fyrirtækisins.
Partasalinn var stofnað árið 2021. Okkar markmið er að koma saman öllum helstu partasölum landsins inná eitt markaðssvæði. Með þessu viljum við einfalda notendum að versla parta í bílana sína.
Viðurkenndar Greiðsluaðferðir:
Útgáfa 1.26.0 - 0addbc9
Sími: +354 792 9993
Tölvupóstur: info@partasalinn.is
Mán - Fös: 9:00 - 18:00
Lau: Lokað
Sun: Lokað
Við notum vafrarakökur til þess að bæta notendaupplifun þína. Með því að nota Partasalinn þá samþykkiru Friðhelgisstefna.